Orðrómur er um að íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz hafi áhuga á að gera aðra tilraun til að kaupa bresku pöbbakeðjuna Mitchells & Butlers. Tchenguiz, sem seldi Exista 9,5% hlut í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo, er einn helsti samstarfsaðili Kaupþings í Bretlandi og mun hann væntanlega taka sæti í stjórn Exista.

Tim Ramskill, sérfræðingur hjá Dresner Kleinwort Wasserstein, telur líklegt að Tchengiuz reyni að kaupa M&B á ný. Kaupþing hugðist fjármagna fyrirhuguð kaupa hans í fyrra. Gengi bréfanna hafði hækkað um 2% síðdegis í gær, en hækkunin nemur 40% frá því að Tchenguiz reyndi síðast að kaupa fyrirtækið