Undirliggjandi rekstur Bakkavarar Group er traustur, sjóðstreymi er sterkt og markaðsstaða góð, á þeim hluta matvælamarkaðarins sem vex hvað hraðast, að sögn Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavör Group, spurður um horfur félagsins á nýju ári.   „Þær sviptingar sem verið hafa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á síðastliðnu ári hafa gert okkur ljóst að sterkar undirstöður og traustur rekstur er það sem skiptir máli til þess að tryggja áframhaldandi árangur. Í þessu felast tækifæri fyrir Bakkavör," segir Ágúst.   "Fyrir utan að starfa á þeim hluta matvælamarkaðarins sem vex hvað hraðast, er undirliggjandi rekstur félagsins traustur, sjóðstreymi sterkt og markaðsstaða góð. Félagið er því vel í stakk búið til að nýta þau tækifæri sem felast í hraðri þróun markaðarins og síaukinni eftirspurn eftir ferskum og hollum tilbúnum matvælum út um allan heim. Ég horfi því bjartsýnn til ársins 2008 og vænti mikils af Bakkavör Group á komandi árum.”