Væntingavísitala breskra neytenda hélt áfram að falla í janúarmánuði, samkvæmt gögnum frá fasteignalánaveitandanum Nationwide, þrátt fyrir væntingar um að Englandsbanki muni lækka stýrivexti í dag, í annað skipti á þremur mánuðum, til að stemma stigu við undirliggjandi verðbólguþrýstingi og verðlækkunum á fasteignamarkaði.

Vísitalan lækkaði úr 85 stigum í desember í 81 stig í janúarmánuði. Fréttaveita Dow Jones greinir frá þessu.