Þjóðverjar eru eilítið svartsýnni á horfur í efnahagsmálum en fyrir mánuði. Væntingarvísitalan þar í landi lækkaði í 107,9 stig í þessum mánuði eftir að hafa verið 108,7 stig í desember.

Þann 1. janúar á þessu ári hækkaði virðisaukaskattur um 19% og er það talin helsta ástæða þess að væntingar Þjóðverja hafi minnkað á milli mánaða. Þrátt fyrir þessa lækkun telja sérfræðingar að líklegt sé að vísitalan muni hækka nokkuð á árinu.