Fyrirhugaðar aðgerðir erlendra seðlabanka sem vb.is greindi frá fyrr í dag hafa augljóslega jákvæð áhrif á markaði.

Þannig hækkuðu hlutabréf í Evrópu í dag. FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði um 0,7%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 0,4%, í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan  um 1,2%, í Lundúnum hækkaði FTSE100 vísitalan um 1,1% og í Noregi hækkaði OBX vísitalan nokkuð eða um 2,75%.

Af fyrirtækjum var hækkun Vodafone um 2,9% nokkuð áberandi eftir að Goldman Sachs bankinn mælti með kaupum í félaginu.