Verðbólguálag til fjögurra og fimm ára hefur farið hækkandi undanfarna daga á óverðtryggðum ríkisbréfum, að sögn greiningardeildar Glitnis.

?Álagið lækkaði snarpt eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um lækkun virðisaukaskatts og vörugjalds í mars næstkomandi. Væntingar markaðarins til verðbólgu virðast nú fara vaxandi og teljum við líklegt að þær komi til með að aukast enn frekar á fjórðungum. Gengi krónunnar ræður hér miklu um,? segir greiningardeildin.

Veiking krónunni eykur líkur á vaxtahækkun í desember, að mati greiningardeildar. ?Einnig virðist sýnt að stýrivextir verði í tveggja stafa tölu fram til loka næsta árs. Skuldabréfamarkaðurinn kemur því til með að keppa áfram við háa vexti á peningamarkaði,? segir greiningardeildin.