Hlutabréf í Asíu héldu áfram að hækka í dag, þriðja daginn í röð. Mest var hækkunin hjá Mitsubishi UFJ Financial Group og National Australian Bank og er hækkunin rakin til væntinga um að væntanleg lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum muni hafa góð áhrif á efnahag um allan heim.

Bandaríkjadalur lækkaði á markaði í Asíu í dag gagnvart evru og japönsku jeni.

Litlar breytingar voru á vísitölum í Asíu á dag. Topix í Tokýó stóð nánast í stað í dag, hækkaði að vísu um 0,02%, Nikkei 225 lækkaði um 0,3%. Hang Seng í Hong Kong hækkaði um 0,05%, Csi 300 í Kína hækkaði um 0,7% en Krx 100 í Suður Kóreu lækkaði um 0,1%.