Væntingar á markaði um að Seðlabanki Íslands lækki vexti á næstunni hafa minnkað að undanförnu, en ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hefur heldur farið hækkandi síðustu daga.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Glitnis, segist telja að krafan muni heldur hækka á næstu vikum, enda muni Seðlabanki Íslands ekki lækka stýrivexti fyrr en á öðrum fjórðungi ársins. Jafnframt telur hún að krafan muni lækka á ný þegar stýrivaxtalækkun nálgast, en greiningardeild Glitnis telur að Seðlabankinn hefji lækkunarferli stýrivaxta í maí.

Nánar er fjallað um málið á forsíðu Viðskiptablaðsins á morgun.

Áskrifendur Viðskiptablaðsins geta nú þegar, frá kl. 21:00 í kvöld, lesið blað morgundagsins á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .