Þýska ZEW-væntingarvísitalan mældist 16,5 í aprílmánuði, en var 5,8 í mars. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem vísitalan hækkar, en batnandi ástand á atvinnumarkaði þar í landi hefur orðið til þess að eftirspurn neytenda hefur verið að aukast. Greiningaraðilar höfðu spáð að vísitalan mældist 10,9.