Væntingavísitala bandarískra neytenda lækkaði úr 62,8 stigum í apríl í 57,2 stig í maímánuði. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem vísitalan lækkar á milli mánaða.

Meðalspá greinenda gerði ráð fyrir að vísitalan myndi mælast í kringum 60 stig. Aukna svartsýni neytenda má rekja til versnandi aðstæðna á vinnumarkaði ásamt dökkum horfum í bandarísku efnahagslífi til skemmri tíma.

Væntingavísitalan hefur lækkað um næstum 25 stig frá því í janúar.