Væntingavísitala viðskiptalífsins í Þýskalandi hækkaði úr 105,7 í 106,8 í júní sem kemur talsvert á óvart þar sem að markaðsaðilar bjuggust við lækkun vísitölunnar, segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Samkvæmt þessu hafa væntingar ekki verið hærri síðan í febrúar 1991. Athyglisvert er að þýsk fyrirtæki hafa verið að fjárfesta meira ásamt því að ráða til sín fleira starfsfólk, þrátt fyrir hækkandi olíuverð og 6% styrkingu evrunnar gagnvart dollaranum á þessu ári sem hefur dregið úr samkeppnishæfni evrópskra vara. Bendir þetta til þess að aukinn vöxtur sé til staðar í hagkerfinu," segir greiningardeildin.