Væntingavísitala Gallup mælist nú 154,3 stig og hefur ekki verið hærri síðan mælingar hófust árið 2001, segir greiningardeild Landsbankans.

"Vísitalan hefur hækkað mikið á síðastliðnum mánuðum en samkvæmt Capacent átti svipuð þróun sér stað í aðdraganda kosninganna 2003," segir greiningardeildi.

Væntingavísitalan getur tekið gildi á bilinu 0 til 200. "Hún fær gildið 100 ef að jafnmargir eru bjartsýnir og svartsýnir. Vísitalan er byggð á mati á núverandi efnahagsaðstæðum og ástandi atvinnumála og væntingum til þessara þátta eftir 6 mánuðui, auk væntinga um heildartekjur heimilsins eftir 6 mánuði," segir greiningardeildin.

Hún segir hækkun vísitölunnar nú skýrist að mestu af væntingum til ástands í efnahags- og atvinnumálum eftir sex mánuði, en þær aukast gífurlega frá fyrri mánuði.

"Væntingar til sex mánaða hafa aðeins einu sinni mælst meiri en það var fyrir kosningarnar 2003. Væntingar einstaklinga á aldursbilinu 35-44 ára aukast mest eða um tæp 25% og væntingar karla aukast umfram væntingar kvenna," segir greiningardeildin.