Vodafone hefur nú komið upp fjórðungi þeirra senda senda sem fyrirtækið hyggst setja upp á þessu ári. Alls hafa 35 nýjir sendar verið settir upp á þessu ári um allt land. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Vodafone að nú sé GSM samband tryggt á mörgum svæðum sem ekki höfðu notið þjónustunnar áður.

Í byrjun liðinnar viku voru 11 sendar settur upp. Flestir hinna nýju senda eru á Vestfjörðum.

Vodafone segir að GSM samband sé nú einnig komið á Sprengisand og Kjöl. Einnig tryggir langdrægur sendir á fjallinu Strútur samband á Arnarvatnsheiði, vestanverðum Langjökli og á nærliggjandi svæðum.

Fram kemur í tilkynningu að notendur Vodafone geti nú notað GSM sína á fleiri stöðum en aðrir.