Vodafone á Íslandi opnaði nýverið á 4G háhraðasamband við Bandaríkin í kjölfar samninga við fjarskiptarisann AT&T.

Samningurinn er liður í eflingu 4G reikiþjónustu félagsins á vinsælum áningarstöðum Íslendinga.

Auk Bandaríkjanna hefur Vodafone einnig tekist að semja um 4G reikiþjónustu við Qatar, Færeyjar og Noreg, auk þess sem búist er við að Finnland bætist í hópinn á allra næstu dögum.

„Við hjá Vodafone erum stolt af 4G háhraða reikisamstarfi félagsins við síaukinn fjölda fjarskiptafélaga á vinsælum áfangastöðum Íslendinga,“ segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone.