Fjarskipti ehf., flestum þekkt sem Vodafone, hefur nú náð samningum við EIK fasteignafélag um nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins. Um ræðir Suðurlandsbraut 8 í Reykjavík, 4.700 fermetra skrifstofuhúsnæði sem mun hýsa um 270 starfsmenn sem og verslun fyrirtækisins.

Í þessum nýju höfuðstöðvum mun Vodafone innleiða betri starfshætti eftir starfslínum hins alþjóðlega Vodafone Group. Stefnt er að því að tekið verði við húsnæðinu að fullu þann 1. maí 2017. Undirbúningur við flutning og umsýslan sem kemur af nýju skipulagi er þegar hafinn.

Vodafone deilir við Reginn fasteignafélag um leigusamning milli fyrirtækjanna vegna núverandi höfuðstöðva þeirra að Skútuvogi. Vodafone telur sig eiga kröfur á hendur Regins vegna skorts og galla á viðhaldi á húsnæðinu núverandi. Óvíst er hvernig þeim viðræðum muni ljúka, en mögulegt er að það endi fyrir dómstólum.