Vodafone á Íslandi fagnar flýtimeðferð íslenskra stjórnvalda á nýsamþykktri reglugerð Evrópusambandsins um afnám reikigjalda sem tryggir innleiðingu reglugerðarinnar frá því hún tekur gildi 16. júní næstkomandi. Íslenskir neytendur njóta þannig ávinnings um leið og aðrir íbúar Evrópu og geta notað símtæki sín í Evrópu eins og hér heima bæði fyrir farsíma- og netáskriftir.

„Síðustu mánuði hefur Vodafone á Íslandi unnið náið að undirbúningi innleiðingarinnar í samstarfi við Vodafone Group sem starfar um alla Evrópu en samstarfið tryggir að viðskiptavinir Vodafone á Íslandi fá sambærilega útfærslu á „Roam like home“ á ferðalögum sínum og gerist á öðrum Evrópumörkuðum. Vodafone tryggir hágæða 4G samband í yfir 40 löndum,“ segir í tilkynningu frá Vodafone.