Sunday Times greinir frá því í dag að Vodafone Group Plc hyggist gera yfirtökutilboð upp á 20 milljarða punda í MTN Group, stærsta farsímafyrirtæki Afríku. Sunday Tmes gefur ekki upp heimildarmenn sína fyrir þessum fregnum.

Arun Sarin, forstjóri Vodafone, er sagður hafa fyrirskipað yfirtökuteymi félagsins að kanna möguleika á viðskiptunum. Sá sem fer fyrir því teymi er Warren Finegold, fyrrum áhrifamaður innan svissneska fjárfestingabankans UBS.

MTN hefur áður sagst vera í viðræðum við indverska símafyrirtækið Bharti Airtel um samruna. Reliance Communications og China Mobile Communcations eru einnig sögð hafa áhuga á MTN.