Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,56% í rétt rúmlega milljarðs viðskiptum í dag, og stendur hún nú í 1.730,10 stigum. Aðalvísitala Skuldabréfa stóð hins vegar í stað í tæplega 1,5 milljarðs króna viðskiptum og er hún því 1.264,48 stig.

TM hækkaði næst mest

Fjarskipti, móðurfélags Vodafone, hækkaði mest í dag, eða um 1,37% í 203 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 59,10 krónur. Aðalfundur félagsins hófst í dag klukkan 16:00.

Næst mest hækkun var á gengi bréfa TM, eða um 0,75% í 42 milljón króna viðskiptum og er gengið nú 33,65 krónur.

Nýherji og Icelandair lækkuðu mest

Gengi bréfa Nýherja lækkaði hins vegar mest, eða um 1,82% í 17 milljón króna viðskiptum og er hvert bréf félagsins nú verðlagt á 29,60 krónur.

Næst mest var lækkun bréfa Icelandair, eða um 1,75% í 48 milljón króna viðskiptum, svo nú fæst hvert bréf félagsins á 14,00 krónur.