Vodafone hækkaði um 5,34% í 334 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni i dag. Ástæðuna má hugsanlega rekja til jákvæðs uppgjörs sem birt var í gær. Það sýndi að hagnaður Vodafone á þriðja fjórðungi hafði aukist um 200%, eins og VB sagði frá.

Viðskipti á Aðalmarkaði Kauphallarinnar voru annars með líflegasta móti í dag. Mest voru viðskipti með bréf í TM eða fyrir alls 446 milljónir króna. Gengi bréfa hækkaði um 2,17%. Þá nam velta með bréf Regins 343 milljónum króna en bréfin lækkuðu um 0,29%. Veltan með bréf í Icelandair nam 331 milljónum króna og lækkaði gengi bréfa um 0,31%.

Velta á skuldabréfamarkaði nam 2,3 milljörðum króna, samkvæmt vísitölu GAMMA. Mest velta var með bréf í flokknum RB 19.