Í dag hefur gengi hlutabréfa Fjarskipta hækkað töluvert í veglegum viðskiptum í kauphöll Nasdaq Iceland, en fyrr í morgun bárust fréttir um að félagið hefði náð samkomulagi um verð á fjarskipta- og ljósvakamiðlahluta 365 miðla.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um hafa félögin náð samkomulagi um að Fjarskipti greiði 2,2 milljarða í bæði reiðufé og hlutabréfum fyrir hluta af 365 samsteypunni.

Viðskiptin með bréfin í Fjarskiptum hafa numið 285 milljónum króna og hefur gengi bréfanna hækkað um 4,30%.