*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 20. apríl 2018 09:59

Vodafone í viðræðum um sæstreng

Sýn, móðurfélag Vodafone á Íslandi, hefur í samvinnu við Vodafone Group hafið skoðun á að leggja fjarskiptasæstreng til Evrópu.

Ritstjórn
Guðfinnur Sigurvinsson er samskiptastjóri Sýnar, móðurfélags Vodafone á Íslandi
Aðsend mynd

Sýn, áður Fjarskipti, móðurfélag Vodafone á Íslandi skoðar nú að leggja nýjan sæstreng frá Íslandi til Evrópu að því er Morgunblaðið segir frá.

Um er að ræða fjarskiptasæstreng sem ætti að keppa við Farice en eins og fjallað hefur verið um í fréttum hefur verið uppi áhyggjur meðal gagnavera og væntanlegra fjárfesta í þeim hér á landi að ljósleiðaratengingar Íslands við umheiminn eru allar í eigu sama aðilans.

Guðfinnur Sigurvinsson samskiptastjóri Sýnar segir að meðal stærsta kostnaðarliðs fyrirtækisins liggi í gagnasamskiptum við útlönd. Enn sem komið hafi óverulegt fé farið í ráðgjafakostnað vegna verkefnisins.

„En ef af verkefninu verður mun Vodafone stíga með afgerandi hætti inn á markaðinn með útlandasambönd og veita það nauðsynlega samkeppnislega aðhald sem skortur er á í dag,“ segir Guðfinnur, en hann segir að mögulega muni koma til aðildar ríkisins að verkefninu.

„Þar sem um væri að ræða uppbyggingu á mikilvægum fjarskiptainnviðum til landsins á félagið nú einnig í uppbyggilegum viðræðum við stjórnvöld. Rétt er að taka fram að ekki er á þessu stigi gert ráð fyrir að koma þurfi til beins fjárhagslegs ríkisstuðnings verði verkefnið að veruleika.“

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá hafa fleiri aðilar verið að skoða lagningu fjarskiptasæstrens, eins og Thule Invest, en Gísli Hjálmtýsson framkvæmdastjóri félagsins segir kostnaðinn vera um 6 til 7 milljarðar.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is