Breska símafyrirtækið Vodafone tilkynnti óvænt í dag um það hyggist kaupa eigin bréf á markaði fyrir um einn milljarð sterlingspunda.

Gengi bréfa í fyrirtækinu féllu um tæp 24 prósent í gær. Í kjölfarið missti það um 11 milljarða punda af markaðsvirði sínu.  Er það rakið til þess að Vodafone tilkynnti um minni tekjur en spáð var.

Reuters fréttaveitan greinir frá þessu.

Stjórn Vodafone hefur nú gripið til umfangsmikilla aðgerða til þess að auka markaðsvirði fyrirtækisins sem þeir segja stórlega vanmetið.

Vodafone er stærsta farsímafyrirtæki í heiminum. Í morgun var Vodafone metið á um 81 milljarða sterlingspunda.