Fjarskiptarisinn Vodafone í Bretlandi hefur keypt spænska fyrirtækið Grupo Corporativo Ono (Ono) fyrir 7,2 milljarða evra, jafnvirði tæpra 1.200 milljarða íslenskra króna. Viðskiptavinir Vodafone eru 1,9 milljónir talsins.

Bloomberg-fréttaveitan segir að með kaupunum styrkist Vodafone í samkeppninni gegn Telefonica og Orange. Gert er ráð fyrir afkoma Vodafone batni um tvo milljarða evra með kaupunum. Vodafone hefur blásið út að undanförnu í Evrópu en í fyrra keypti fyrirtækið þýsku kapalsjónvarpsstöðina Kabel Deutschland Holding AG. Með kaupunum á Ono stækkar kapalkerfið undir fyrirtækjahatti Vodafone, að sögn Bloomberg.

Fram kemur í umfjöllun Bloomberg segir að kaupverðið jafngildi 7,5-földum rekstrarhagnaði Ono í fyrra. Tekjur fyrirtækisins nám 1,6 milljörðum evra í fyrra. Á fjórða ársfjórðungi á síðasta ári bættust 9.000 netviðskiptavinir við hjá Ono og 183 þúsund sem keyptu farsímaþjónustu hjá fyrirtækinu. Á móti hættu 17 þúsund manns að kaupa sjónvarpsáskrift.