Stjórn Vodafone hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á markað. Markmið hennar er að skráningin muni eiga sér stað í september eða október á þessu ári.

Þetta kemur fram í viðtali við Þór Hauksson, stjórnarformann Vodafone, í samtali við Markaðinn í dag.

Vodafone er annað stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins á eftir Símanum. Auk þess rekur það fjarskiptafyrirtæki í Færeyjum. Í viðtalinu kemur fram að vel komi til greina að selja hlut til kjölfestufjárfestis.

Vodafone er sem kunnugt er í meirihlutaeigu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), sem á 79,5% í félaginu. Félagið verður það fyrsta sem FSÍ mun nýskrá á markað síðan að sjóðurinn var stofnaður í desember 2009.

Sjá nánar á visir.is