Vodafone hefur fengið úthlutað leyfi til þess að reka þriðju kynslóð farsímakerfa hérlendis, frá Póst- og fjarskiptastofnun, segir í tilkynningu.

Vodafone á Íslandi hefur aðgang að tækni og reynslu Vodafone Group í uppsetningu og rekstri kerfa af þriðju kynslóð og hefur þar sömuleiðis aðgang að fjölbreyttri þjónustu og alþjóðlegu frétta-, dægur- og íþróttaefni.

Í tilkynningunni segir að ekkert farsímafélag í heiminum rekur fleiri þriðju kynslóðar kerfi en Vodafone og í Evrópu nær þriðju kynslóðar þjónusta Vodafone til meira en helmings allra íbúa álfunnar.

?Frá sjónarhóli Vodafone á Íslandi er þetta einfalt mál," segir Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone. "Við höfum leitt samkeppni á íslenskum símamarkaði frá því einokun var aflétt og verið fyrstir með nýjungar á þessum markaði frá upphafi og Vodafone mun nálgast þriðju kynslóðina með sama hætti. Við bjóðum nýjan aðila velkomin á markaðinn og fögnum því að fá liðstyrk í baráttunni við að viðhalda hér öflugum samkeppnismarkaði.?