Vodafone Red mun hafa góð áhrif á tekjuöflun Vodafone og með því að gera gagnamagn að útgangspunkti munu tekjur félagsins aukast. Þetta segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, á kynningarfundi árshlutareiknings Vodafone, sem nú stendur yfir.

Stefán segir að tekjur Vodafone séu stöðugar og fyrirsjáanlegar. Þó þurfi alltaf að leita leiða til að auka tekjurnar. Þar skipti nokkrir hlutir sérstaklega miklu máli.

Stefán nefnir að fjárfest hafi verið í farsíma- og sjónvarpsdreifingakerfi félagsins og það muni skipta máli til framtíðar. „Með því að fara úr 3G í 4G er fólk að auka notkun sína,“ segir Stefán.

Unnið hafi verið í verkefni með RÚV við að tryggja sem flestum Íslendingum aðgengi að sjónvarpsdreifingakerfinu. Þann 1. september muni allir sendar koma upp. „Þá munum við geta selt þjónustu til 99,8% starfsmanna.“