28 starfsmönnum fjarskiptafyrirtækisins Vodafone var sagt upp í dag. Um hagræðingu er að ræða vegna mikillar kostnaðarhækkana að undanförnu.

Fram kemur í tilkynningu frá Vodafone að fyrirtækið hafi lagt ríka áherslu á hagræðingu í rekstri. Hún hafi ekki dugað til og því óumflýjanlegt að grípa til uppsagna.

Starfsfólkið fær greitt laun út uppsagnarfrest og halda umsömdum hlunnindum án þess að vinnuframlags sé óskað á móti.

Starfsmenn Vodafone verða 390 talsins eftir þessar uppsagnir.