Enska fjarskiptafyrirtækið Vodafone hefur selt 25% hlut sinn í belgíska farsímafyrirtækinu Proximus til fjarskiptafyrirtækisins Belgacom fyrir um180 milljarða króna, segir í frétt Dow Jones.

Greiningaraðilar telja að verðið sé sanngjarnt, en því var spáð að hluturinn yrði seldur á um 160 milljarða króna, segir í fréttinni.

Belgacom á 75% hlut í Proximus, en Vodafone hyggst nota peninginn til að greiða skuldir fyrirtækisins.

Vodafone og Proximus hafa skrifað undir fimm ára samstarfssamning um rekstur á Belgíu-arkaði.