*

miðvikudagur, 22. september 2021
Innlent 18. febrúar 2013 09:35

Vodafone stefnir á samning um not á nýjum sæstreng

Emerald Networks vinnur að því að leggja sæstreng frá Bandaríkjunum til Evrópu með viðkomu hér á landi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Vodafone og bandaríska fyrirtækið Emerald Networks hafa ákveðið að semja um afnot Vodafone af gagnaflutningsstreng sem ráðgert er að leggja til Íslands. Emerald Networks hefur á undanförnum misserum undirbúið lagningu sæstrengs frá Bandaríkjunum til Evrópu og lagningu hliðarleggs til Íslands.

Fram kemur í tilkynningu frá Vodafone að Emerald Networks hafi boðið Vodafone aðgang að strengnum og stefni málsaðilar að undirritun samnings þar um innan 45 daga.