Bæjaryfirvöld í Vogum íhuga nú að greiða upp skuldir sveitarfélagsins og nýta til þess allt að 700 milljónir úr Framtíðarsjóði sveitarfélagsins. Það er um helmingur þess fjármuna sem í sjóðnum eru.

Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta en sögn Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra í Vogum, er bæjarstjórn fyrst og fremst að sækja heimild [til þess að nýta sjóðinn] ef til þess kemur að sveitarfélagið vilji fara þessa leið.

Þá yrðu öll langtímalán sveitarfélagsins greidd upp auk þess að sveitarfélagið keypti sig út úr hluta þeirra fasteignaskuldbindinga sem á því hvíla.

Sjá nánar á vef Víkurfrétta.