Bæjarfulltrúar H-listans í Vogum vilja að fram fari íbúakosning um nýjar raflínur í landi sveitarfélagsins og telur að bæjarstjórn sé bundinn af skýrum vilja sem fram kom á íbúafundi síðasta sumar þar sem samþykkt var að leggja allar nýjar raflínur innan marka sveitarfélagsins í jörð.

Þetta kemur fram í bókun H-listans frá síðasta bæjarstjórnarfundi en greint er frá þessu á vef Víkurfrétta.

Bókunin er svohljóðandi:

„Við teljum að bæjarstjórn sé bundin af skýrum vilja íbúafundar frá 20. júní 2007 þar sem samþykkt var að leggja allar nýjar raflínur í landi sveitarfélagsins í jörð. Ef nýjar upplýsingar hafa komið fram sem breytt gætu afstöðu bæjarbúa förum við fram á að íbúar sveitarfélagsins greiði atkvæði um málið í íbúakosningu að afstaðinni ítarlegri kynningu þar sem meðrök og mótrök eru lögð á borðið. Þrátt fyrir að afstaða bæjarfulltrúa H- listans sé að slíkar línur skuli skilyrðislaust fara í jörð lýsum við okkur reiðubúin til að nýta skipulagsvaldið til að fara að vilja meirihluta íbúa sveitarfélagsins í málinu, hver sem hann kann að vera.“