Berti Vogts, fyrrverandi þjálfari Skotlands og núverandi þjálfari landsliða Azerbaijan, hefur boðist til að hjálpa Skotum að sigra Íslendinga á miðvikudag. Þetta kemur fram í Scottish Daily Mail í dag.

Skotland laut í gras gegn Makedóníu í riðlakeppni undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Því er mikil pressa á Georg eBurley, landsliðsþjálfara Skotlands, að taka þrjú stig gegn Íslendingum á miðvikudag.

Vogts hóf þjálfaraferl sinn hjá Skotlandi með sigri á Íslandi á Laugardalsvelli.

„Ég fór til Reykjavíkur með lið Azera fyrir þremur vikum. Ég er sannfærður um að Skotar geti sigrað þar [á Laugardalsvelli]."

„Ísland eru ekki með jafn sterkt lið og fyrir nokkrum árum. Ef einhver í skoska liðinu vill fá ráðgjöf hjá mér er það velkomið,“ segir Vogts.