*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 24. október 2014 08:29

Vogunarsjóðir kaupa forgangskröfur á LBI

Gríðarleg viðskipti hafa verið með almennar kröfur á LBI það sem af er þessu ári.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Á þessu ári hafa vogunarsjóðir keypt samþykktar forgangskröfur á LBI fyrir meira en 80 milljarða króna að nafnvirði. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Þar segir að kaupendur krafnanna séu Deutsche Bank og Goldman Sachs auk vogunarsjóðanna CFV Lux Master og Southpaw Credit Opportunity.

Í umfjöllun Morgunblaðsins segir jafnframt að kröfuhafaskrá LBI sýni að gríðarleg viðskipti hafi einnig verið með almennar kröfur á LBI það sem af sé þessu ári. Þannig hafi Burlington Loan Management, stærsti einstaki kröfuhafi föllnu bankanna, keypt talsvert af kröfum á LBI á árinu. Á sjóðurinn nú almennar kröfur fyrir 50 milljarða að nafnvirði.

Stikkorð: Vogunarsjóðir LBI hf.