Vogunarsjóðir hafa síðustu daga keypt hlut í Danske Bank að undanförnu. Á meðal nýrra fjárfesta er jafnframt breska öryggisfyrirtækið G4S, sem ætlaði að taka yfir norræna ræstingarisann ISS en missti það úr höndunum þar sem hluthafar fyrirtækisins voru mótfallnir kaupunum.

Í netútgáfu danska viðskiptadagblaðsins Börsen kemur fram að um sé að ræða sjóðina Parvus Asset Management og TPG-Axon Capital.

Í vikunni greindi blaðið frá því að sænski fjárfestingarsjóðurinn Cevian Capital hafi smám saman keypt 5% hlut í Danske Bank.

Danske Bank er umsvifamesti banki Danmerkur. Hann hefur átt við fjárhagsörðugleika að etja og tilkynnti nýverið um miklar hagræðingaraðgerðir. Í þeim felast uppsagnir nokkuð þúsund starfsmanna.