Af 50 stærstu almennu kröfuhöfum í þrotabú Glitnis eiga 15 bankar 30,60% og 2.9991 aðrir almennir kröfuhafar 20,46% af samþykktum almennum kröfum. 35 sjóðir eiga samanlagt tæpan helming samþykktra krafna eða 48,94%. Aðeins hluti þeirra sjóða eru vogunarsjóðir.Þetta kemur fram í skjölum sem kynnt voru kröfuhöfum á kröfuhafafundi Glitnis í morgun og Viðskiptablaðið hefur undir höndum. Fimmtíu stærstu kröfuhafar í þrotabú Glitnis eiga samtals 79,54% hlut heildarkrafna.

Burlington Loan Management Limited (8,46%) og Landsbankinn (4,95%) eru stærstu samþykktu almennu kröfuhafar Glitnis. Samþykktar kröfur eru nú samtals 2.263 milljarðar króna en samkvæmt því nema kröfur Burlington rúmlega 191 milljarð króna.

Listi yfir 10 af 50 stærstu kröfuhafa þrotabús Glitnis. Á eftir nafni kröfuhafa kemur hlutfall krafna hans:

  1. Burlington Loan Management Ltd - 8,46%
  2. Landsbanki Íslands - 4,95%
  3. CCP Credit Acquisition Holdings Luxco S.A.R.L. - 4,61%
  4. The Royal Bank of Scotland - 4,23%
  5. Silver Point Luxemburg Platform S.A.R.L. - 4,14%
  6. Deka Ban Deutsche Girozentrale - 3,61%
  7. Owl Creek Investments I, LLC - 3,08%
  8. Deutsche Bank AG, London Branch - 2,92%
  9. SPB (áður Sparisjóðabanki Íslands) - 2,84%
  10. ACMO S.A.R.L. - 2,79%