Ávöxtunarkrafa þýskra ríkisskuldabréfa hefur lækkað hressilega á þessu ári sem stafar af mikilli ásókn í öruggan fjárfestingarkost á evrusvæðinu. Á fundi stjórnenda vogunarsjóða í Mónakó í gær kom fram að krafan væri orðin of lág og þeir undirbyggju sölu þýsku ríkisskuldabréfa. Það myndi halda aftur af frekari lækkun kröfunnar. Fjárfestar væru að kaupa bréfin á of háu verði nú um stundir.

Ávöxtunarkrafa þýskra ríkisskuldabréfa hækkaði í gær um 33 punkta og var 1,53%. Er það talið merki um auknar áhyggjur af því að Þjóðverjar þurfi að leggja meira til evrulandanna til að bjarga myntsamstarfinu og það muni bitna á lánshæfi landsins.