Hagnaður vogunarsjóðs sem að sérhæfir sig í fjárfestingum í Kína jókst um 120% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, meðal annars út af falli Archegos vogunarsjóðsins. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg .

Vogunarsjóðurinn Seahawk China Dynamic Fund, í forystu hins þrítuga Henry Liang, tvöfaldaði verðmæti sitt í nærri 700 milljónir Bandaríkjadollara á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þennan gífurlega vöxt í hagnaði má meðal annars rekja til skortstöðu í Tesla, bílaframleiðandanum Nio og kennsluhugbúnaðarfyrirtækinu GSX Techedu, en hlutabréf þess síðastnefnda hrundu í verði við fall Archeagos vogunarsjóðsins sem að Viðskiptablaðið fjallaði um í lok marsmánaðar .

Liang telur að mörg fyrirtæki í hinu svokallaða nýja hagkerfi séu gífurlega ofmetin og að erfitt sé að afsaka virði þeirra þó að miðað við sé bjartsýnisspár tíu ár fram í tímann. Hlutabréf í Tesla féll um tæp 17% í febrúar og þá varð fall Archegos til þess að miðlarar losuðu sig við hlutabréf í GSX Techedu.

Sjá einnig: Ekki ríkastur lengur eftir lækkun Tesla

Mestu munaði þó um djarfar fjárfestingar í kínverersku fjártæknifyrirtækjunum 360 Digitech og FinVolution Group og hafa hlutabréfaverð í þessum tveimur fyrirtækjum meira en tvöfaldaðist á þessu ári.