Eins og áður hefur komið fram þá bitust tveir aðilar um hluta ríkisins í Klakka. Annars vegar Vogunarsjóðurinn Burlington og hins vegar þeir bræður Ágúst Guðmundsson og Lýður Guðmundsson.

Í DV í dag kemur fram að Lindarhvoll, sem er eignarhaldsfélag sem sér um sölu á ríkiseignum, hafi selt 18% hlut í Klakka til vogunasjóðsins Burlington Loan Management fyrir 505 milljónir.

Lindarhvoll hafnaði hins vegar tilboði bræðranna Ágústar og Lýðs, sem oft eru kenndir við Bakkavör. Samkvæmt heimildarmönnum DV, buðu þeir 501 milljón, því munaði einungis 4 milljónum.

Burlington Loan Management var einn umsvifamesti kröfuhafi íslensku bankanna. Stærsta eign Klakka er 100% eignarhlutur í fjármögnunarfyrirtækinu Lýsingu.