Vogunarsjóðir í Bandaríkjunum fengu til sín nýtt fjármagn upp á 16.5 milljarða dollara á fyrsta fjórðungi. Þetta er minnsta samanlagar fjárfesting í starfsemi vogunarsjóða vestanhafs síðan í lok árs 2005.

Eins og við er að búast eru helstu ástæður þessa samdráttar lausafjárþurrð á fjármálamörkuðum, lækkandi húsnæðisverð og yfirvofandi samdráttarskeið í bandarísku efnahagslífi.

Á síðasta ári dældu fjárfestar alls 194 milljörðum dollara inn í vogunarsjóði í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri skýrslu frá Hedge Fund Research Inc.