Vogunarsjóðir hafa ekki staðið frammi fyrir meiri vanda varðandi fjármögnun frá árinu 1998. Lánsfjárkreppan á fjármálamörkuðum hefur gert það að verkum að bankar krefjast að sjóðirnir leggi fram auknar tryggingar fyrir lánum sínum. Bloombergfréttaveitan segir að bankar séu jafnvel farnir að krefjast aukinna trygginga fyrir lánum sem eru með veð í traustum ríkisskuldabréfum.

Bankar og fjármálastofnanir hafa þurft að afskrifa einhverja 200 milljarða Bandaríkjadala vegna hrunsins á  fjármálamörkuðum.Ljóst er að afskriftirnar ásamt óvissu um horfur á markaði hefur breytt útlánamynstri bankanna. Fram kemur í umfjöllun Bloomberg að síðan 15. febrúar hafi að minnsta kosti sex vogunarsjóðir, sem áttu að verðmæti 5,4 milljarða dala, hafi þurft að losa sig við eignir eða þær hafa verið leystar til lánadrottna vegna þess að bankar hafa tífaldað álög á útlán og sett fram kröfur um auknar tryggingar. Bankarnir hafa jafnvel hækkað álög á lán sem eru tryggð með bandarískum ríkisskuldabréfum, sem hafa fram til þess verið taldar til traustustu eigna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .