Paul Volcker, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að bandaríska hagkerfið hafi nú runnið inn í samdráttarskeið og óviturlegt væri að ætla að viðsnúningur eigi sér stað í bráð.

Á ráðstefnu í Singapúr í gær sagði Volcker að ástandið muni leiða til aukins hallareksturs en það sé nauðsynlegt til þess að bjarga megi hagkerfinu.

Jafnframt var haft eftir að sjálft alþjóðahagkerfið stæði einnig frammi fyrir umtalsverðu samdráttarskeið.

Volcker var seðlabankastjóri á árunum 1979 til 1987 og er meðal annars minnst fyrir að hafa þrýst út verðbólgunni í bandaríska hagkerfinu með harðlínustefnu sinni í vaxtamálum.