Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, segir að venjuleg peningastefna dugi vart til að koma mörkuðum aftur í gang í þeirri kreppu sem nú ríður yfir alþjóðahagkerfið. Hann sagði að þrátt fyrir alla þá vernd og fyrirgreiðslu sem ríkið veitir nú markaðsaðilum, bifist markaðir varla. Í eina skiptið sem bandarískt efnahagslíf hefur áður stöðvast jafnsnarpt er þegar Jimmy Carter, þáverandi Bandaríkjaforseti, setti höft á útlánastarfsemi. Þetta kemur fram hjá Telegraph.

„Það sem þessi kreppa afhjúpar er alvarlega gallað fjármálakerfi,” sagði Volcker, sem er einn efnahagsráðgjafa verðandi forseta Barack Obama og einn þeirra sem nefndir eru í stöðu fjármálaráðherra. Volcker varaði við því að of seint væri orðið að koma í veg fyrir djúpa niðursveiflu. „Ég held að ekki nokkur maður geti sagt að við komust hratt í gegnum þessa kreppu.”