*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Erlent 16. mars 2018 15:51

Völdu Rotterdam umfram London

Þriðja stærsta fyrirtæki Bretlands hefur ákveðið að höfuðstöðvar þess verði í Rotterdam í Hollandi.

Ritstjórn
epa

Þriðja stærsta fyrirtæki Bretlands, Unilever hefur ákveðið að höfuðstöðvar fyrirtækisins verði í Rotterdam í stað London. Fyrirtækið, sem framleiðir meðal annars Dove vörurnar, hefur síðan árið 1930 verið með tvöfalda yfirbyggingu. Aðrar höfuðstöðvarnar hafa verið í London en hin í Hollandi en nú verður breyting á.

Andstæðingar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu segja ákvörðun Unilever vera mikið högg fyrir landið og augljóst að Brexit hafi haft áhrif á ákvörðunina. Fyrirtækið hefur þó tekið fyrir það og hafnar því að ákvörðunin tengist útgöngu úr ESB heldur sé hún einfaldlega hluti af stærri skipulagsbreytingum.

Fyrirtækið kynnti á sama tíma að það hyggðist skipta starfseminni upp í þrjú svið en tvö þeirra verða staðsett í London.