Bandaríksk yfirvöld hafa beðið þýska bílaframleiðandann Volkswagen um að þróa rafmagnsbíla í Bandaríkjunum til að bæta upp fyrir hugbúnaðinn sem hannaður var til að sniðganga útblástursreglur. Þýska dagblaðið Welt am Sonntag greindi frá þessu um helgina.

Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (e. Environmental Protection Agency eða EPA) hefur tilkynnt að stofnunin hefur hafið viðræður við Volkswagen um viðgerðir á um 600 þúsund díselbifreiðum sem menga allt að fjörutíu sinnum meira en heimilt er.

Hluti bifreiða Volkswagen eru þegar með rafmangsmótor eða tvinnvél en í frétt dagblaðsins er ekki ljóst hvort að óskað hafi verið eftir því að bílaframleiðandinn hannaði nýjan bíl eða gerð sem þegar er til. Talsmaður Volkswagen hefur staðfest að fyrirtækið væri samningaviðræðum við stofnunina en vildi ekkert staðfesta um innihald þeirra eða hvort óskað hafi verið eftir að fyrirtækið myndi þróa rafmangsbíla.