Stærsti bílaframleiðandi Evrópu, Volkswagen, birti hálfsárssölutölur sínar í dag. Samkvæmt þeim gengur Volkswagen mjög vel í þrátt fyrir efnahagsástandið í álfunni.

Bílasala jókst um 8,9% síðustu 6 mánuði og seldust tæplega 4,5 milljónir bíla. Fyrirtækið vonast til að slá metið sitt frá því í fyrra og selja meira en 8,3 milljónir bíla í ár. Sala á bílum jókst meira að segja í Evrópu um 1,8%.

Næst stærsti bílaframleiðandinn, Peugeot, gengur ekki eins vel samanber tilkynningu um uppsagnir á 8 þúsund starfsmönnum sínum. Ford tilkynnti hálfsárssölutölurnar og sýndu þær 10% minni sölu á bílum samanborið við hálfsárssölutölur í fyrra.