Hæstiréttur Þýskalands kvað í morgun um að Volkswagen þurfi að greiða bætur til ökumanns sem hafði keypt bíl frá fyrirtækinu með hugbúnað sem svindlar á útblástursprófunum. Stefnandinn Herbert Gilbert fær endurgreiðslu fyrir ökutækið en afskriftir eru teknar með í útreikninginn. BBC greinir frá.

Úrskurðurinn setur fordæmi fyrir um 60 þúsund annarra mála í þýska dómskerfinu. Volkswagen hafði þegar greitt sáttagreiðslur upp á 830 milljónir evra vegna aðskilinnar hóplögsóknar sem innihélt 235 þúsund þýskra bílaeigenda.

Bílaframleiðandinn hefur nú greitt samanlagt meira en 30 milljarða evra í sektir, bætur og endurkaup víðs vegar um heiminn frá því að málið kom fyrst upp árið 2015.

Volkswagen hafði sett hugbúnað í dísilbíla sína, sem gerði þeim kleift að svindla á útblástursprófunum á árunum 2007-2015. Fyrirtækið hefur gefið það út að um 11 milljónir bíla innihéldu hugbúnaðinn sem varaði vél bílsins við prófunum.