Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur gert formlegt tilboð í vörubílaframleiðandann MAN. FT greinir frá.

Tilboðið hljóðar upp á 13,8 milljarða evra, um 2250 milljarða króna.  VW telur að félagið geti náð verulegum samlegðaráhrifum með sænska vörubílaframleiðandanum Scania, sem Volkswagen ræður.

Að sögn FT er ekki líklegt að tilboðinu verði tekið.  Það sé of lágt.  Samkvæmt reglum þýsku kauphallarinnar getur VW hins vegar keypt stærri hlut í MAN á markaði eftir tilboðið, sem það ella hefði ekki getað.