*

föstudagur, 4. desember 2020
Erlent 6. júní 2020 15:25

Volkswagen hyggst skera niður

Bílaframleiðandinn Volkswagen er að íhuga að skera niður til að takast á við efnahagslegar afleiðingar COVID-19 heimsfaraldursins.

Ritstjórn

Bílaframleiðandinn Volkswagen er að íhuga að skera niður til að takast á við efnahagslegar afleiðingar COVID-19 heimsfaraldursins. Frá þessu er greint á vef Reuters. 

Talsmaður Volkswagen sagði í samtali við Reuters að málið hafi verið rætt á fundi hjá fyrirtækinu. „Það hefur farið fram almenn umræða um hvrs konar aðgerða við gætum gripið til til að bregðast við þessu ástandi," sagði talsmaður Volkswagen í samtali við Reuters en tók fram að engar ákvarðanir lægu fyrir. 

Forstjóri Volkswagen, Herbert Diess, er sagður hafa sagt á fundi með framkvæmdastjórn fyrirtækisins að fyrirtækið muni ráðast í að skera niður rannsóknar- og þrónuarkostnað. 

Stikkorð: Volkswagen