Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur neyðst til að innkalla 766 þúsund bíla um allan heim vegna hugbúnaðaruppfærslu sem tengist bremsubúnaði bílanna. Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Samkvæmt talsmanni fyrirtækisins er möguleiki á því að bremsubúnaðurinn muni ekki virka sem skildi í ákveðnum aðstæðum eins og þegar ökumaður stígur of harkalega á bremsuna. Fyrirtækið mun innkalla 288 þúsund bíla í Þýskalandi einu og sér auk 97 þúsund bíla frá Audi og Skoda.