Audi, dótturfélag VW, hefur játað fyrir bandarískum aðilum að 85 þúsund bifreiðir til viðbótar við þær sem þegar hafa verið metnar ólöglegar séu útbúnar með svindlbúnaði varðandi útblástur bifreiðarinnar.

Þetta er enn eitt höggið sem þýski bílaframleiðandinn fær á sig eftir að útblástursskandallinn reið yfir.

Volkswagen hefur átt í útistöðum við bandaríska dómstóla síðasta mánuðinn, en deilt var um hvort vélar Audi-bifreiðanna sem um ræðir væru í reynd útbúnaðar fyrrnefndum svindbúnaði eða ekki.

Talsmenn félagsins héldu því fram að búnaðurinn væri aðeins til þess hannaður að hjálpa díselvélinni að hita sig upp, en að lokum játuðu þau að búnaðurinn innihéldi hugbúnaðinn sem gerði bílunum kleift að svindla á útblástursprófunum.

Félagið gæti þurft að greiða allt að 18 milljarða dollara, eða tæpa 2.300 milljarða króna, í sektir eftir að hafa blekkt yfirvöld í Bandaríkjunum. Volkswagen er sakað um að hafa búið til hugbúnað sem blekkti eftirlitsaðila sem mældu útblástur á eiturefnum. Viðskiptablaðið greindi áður frá þessu.